Gaf skoðunarlampa á aðgerðastofu

Rafmiðlun hf færði göngudeild 10E á Landspítala Hringbraut að gjöf skoðunarlampa á aðgerðastofu.

Þar sem Landspítalinn hefur verið að endurnýja eldri skoðunarlampa og hefur sárlega vantað fjármagn til þess  ákváðu starfsmenn Rafmiðlunar í samstarfi við Trilux Medical að gefa Landspítalanum skoðunarlampa af gerðinni Trilux sem Rafmiðlun er umboðsaðili  fyrir.

Skoðunarlampinn Aurinio ® L 50 sem komin er á aðgerðastofuna er sérlega meðfærilegur, mjög hagkvæmur í rekstri og  umgengni og búinn hágæða LED ljósgjöfum sem endast vel.  Fulltrúar Rafmiðlunar sögðust við afhendingu gjafarinnar 19. mars 2013 vænta þess að hún bætti umhverfi starfsmanna Landspítala sem þyrftu á henni að halda á komandi árum

Rafmiðlun - Ögurhvarfi 8 - 203 Kópavogur - Sími 540 3500 - Netfang rafmidlun (hja) rafmidlun. is