Jafnréttisstefna

Markmið með jafnréttisstefnu Rafmiðlunar er að stuðla að jöfnum tækifærum og jafnrétti á öllum sviðum.

Að mismuna ekki fólki vegna t.d. kyns, þjóðernis, litarhafts, kynhneigðar, trúar eða stjórnmálaskoðanna.

Rafmiðlun  vinnur eftir jafnréttisáætlun. Hún inniheldur fjögur áhersluatriði,
sem vinna skal að:

 • Launa- og kjarajafnrétti.
 • Laus störf, starfsauglýsingar og stöðuveitingar. Menntun og starfsreynslu
 • Starfsþróun og endurmenntun starfsmanna.
 • Samræmingu vinnu og einkalífs.
 • Framkomu og samskipti við starfsmenn og viðskiptavini.

Jafnlaunastefna Rafmiðlunar

Markmið Jafnlaunastefnu Rafmiðlunar er að greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga, þar með talið sérsamningar og útselda vinnu.

Tryggja skal að allt starfsfólk RM njóti sömu launakjara fyrir sambærileg störf.

Jafnlaunastefnan og framkvæmd hennar er hluti af jafnréttisáætlun fyrirtækisins

 

Formaður og Verkefnastjóri skuldbinda sig að framfylgja henni og  formlega ábyrgð á öllum launaákvörðunum í samráði við starfsmannstjóra.

Launa ákvarðanir skulu byggðar á málefnalegum forsendum, í samræmi við samninga og starfslýsingar sem skulu vera til fyrir öll störf.

Jafnlaunastefnan er unnin samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85 og fylgir viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.

Rafmiðlun skuldbindur sig til að:

 • Viðhalda og skjalfesta vottuðu jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85
 • Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem í gildi eru og áhrif hafa á jafnlaunakerfið og staðfesta árlega að þeim sé hlítt
 • Framkvæma launagreiningu árlega þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf
 • Bregðast við óútskýrðum launamun
 • Halda úti menntunar-og hæfnisskrá yfir starfsmenn fyrirtækisins
 • Framkvæma reglubundna innri úttekt á jafnlaunakerfi fyrirtækisins
 • Fá hlutlausan utanaðkomandi aðila til að framkvæma ytri rýni að minnsta kosti einu sinni á ári
 • Kynna jafnlaunastefnuna reglulega fyrir starfsfólki
 • Hafa jafnlaunastefnuna aðgengilega almenningi
 • Endurmeta stöðugt og betrumbæta jafnlaunakerfið í heild sinni

Jafnlaunastefnan nær til allra starfsmanna Rafmiðlunar.